miðvikudagur, 8. október 2008

Ég ætla að skella mér á enskunámskeið eins og góðvinkona mín Auður benti mér á að gera, því ég misskildi höfnunarbréfið frá skattinum. Þeir voru ekki að hafna mér heldur bjóða mér starf! Ég er nú meiri kjáninn. Allavega, þegar "police check" er lokið get ég sagt upp störfum hjá Dollond & Aitchisons og hafið störf hjá Her Majesty´s revenue and customs. Glæsilegt.

4 ummæli:

Harpa sagði...

Já, ég held að þú ættir að skella þér á námskeið! Innilega til lukku með þetta. Ég verð þó að taka fram að eftir að ég talaði við þig í dag vildi Katrín Sigríður vita hvað þú varst að segja. Ég sagði henni í stuttu máli að nú ynnir þú í búð sem seldi fullt af gleraugum en kona hefði hringt í þig og boðið þér að koma frekar að vinna í tölvu og með síma og svona. Það stóð ekki á viðbrögðunum, "nei, frekar vinna í búðinni." Já, 3ja ára finnst það greinilega flottara en að vinna hjá HMRC!

Hanna sagði...

Algjör tittlingur ertu nú Baba - við biðjum að heilsa Kalla og Kamillu þegar þau droppa við!!

Ástarkveðjur frá Kobbasystrum í Köben.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér stelpa, til lukku með starfið hjá Betu:þ
kv.HH

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Já, til lukku mín kæra. Þetta tókst hjá þér. Ég ætlaði annars að stinga uppá að við myndum stofna fyrirtæki saman. Mig vantar vinnu og pening.
Kgb