Ég sat og starði út í loftið í dag, kom engu í verk. Ætlaði að hringja í Huldu, Hörpu og Huldömmu en dagurinn bara rann frá mér. Arranseraði "insulation" (sjitt er búin að gleyma íslensku!!!!) í þakið hjá okkur. Þá ætti að vera hlýrra inni hjá okkur í vetur. Við þurfum þá að nota minni orku til að hita húsið og getum þannig lagt okkar af mörkum til að afstýra hlýnun jarðar. Mér finnst voða leiðinlegt að eyða fullt af peningum í eitthvað sem sést ekki. Sér í lagi þar sem ég er núna komin með eldhús á heilann. Ég álpaðist inn í mfi (þar sem ég fékk baðherbergið) og fann eldhúsið mitt á útsölu. Sem verður væntanlega búin þegar ég er búin að finna pening fyrir þessu öllu. Allavega, í stað þess að eyða tímanum í dag í að finna betur launaða vinnu svo ég geti fengið nýtt eldhús starði ég út í loftið og upphugsaði lausnir á hvar ég gæti kreist inn uppþvottavél.
Fór svo í BodyTone (sem ég sé ekki betur en að sé eróbikk) og leið betur, ég kom þá allavega þeim hluta lífsins í verk.
1 ummæli:
Hmm, ekki gleyma samt stuðinu.... Maður veit aldrei hvað gerist ;-)
Skrifa ummæli