mánudagur, 13. október 2008

Ég var að fatta eftir vinsamlega ábendingu frá Frænku að nú er ódýrt fyrir mig að ferðast til Íslands. Ég borgaði tæp 600 pund til að koma mér og Láka til landsins í sumar en get núna komið seinustu helgina í nóvember fyrir tæp 200. Eigum við ekki bara að segja sjáumst þá?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað með jólin?? Á að láta sjá sig þá on þe kleik?

Knús
Blöbbz

murta sagði...

Nei, við komumst hvorki um jól né áramót í þetta sinnið. Dave er víst of merkilegur kall núna í vinnunni. En mig vantar jólasvín, rauðkál og malt og finnst þessvegna tilvalið að skella mér fyrir jól.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá þig og þína!! Mér finnst þetta þjóðráð. Þú getur verslað jólagjafir á Íslandi....eitthvað finnst manni þetta nú öfugsnúið.
kv. Ólína

Nafnlaus sagði...

Jæja gamla! Hvernig gengur með utanlandsferðar-skipulaggningu? ætlarðu að koma? Ertu búin að bóka? 'Eg er að springa úr spenningi kona :D.
mbk,
Frænka þín