miðvikudagur, 15. október 2008

Ég hélt að Ísland hefði sokkið í sæ í nótt. Þeir hringdu í mig í morgun frá skattinum og þurfa að fá háskólaskírteinið mitt á íslensku. Ég hafði verið hjálpleg og fengið það útprentað fyrir þá á ensku en reglur segja að þeir þurfi upprunalega textann og þýða sjálfir. Ok það þarf að fylgja reglunum en ég er desperat að segja upp og þessvegna vil ég að þetta gerist allt núna. Það eina sem beðið er eftir er skírteinið. Vandinn er að ég á þetta ekki til. Þannig að enn þarf mamma að redda mér og fara í nemendaskrá (sjá erfiðleikana sem því fylgja á sigriks.blog.is) en til þess að hún geti reddað mér þarf ég að ná í hana sem fyrst. Þannig að þarna var ég að hringja til Íslands klukkan 8 í morgun. Og línan slitnaði alltaf. Ég reyndi nokkrum sinnum en alltaf það sama. Prófaði svo Hulduömmu og svo HulduFrænku og enn slitnaði. Ég gat því ekki dregið aðra ályktun en að annaðhvort væri landið sokkið, kiknað undan skuldum eða þá að þið væruð öll sigld í burtu. Ég sá ykkur fyrir mér á sælli siglingu til hlýrri stranda undan breskum og hollenskum handrukkurum. Hlæjandi.

Ég get ekki beðið eftir að hætta í vinnunni og byrja í þeirri nýju. Og um leið og ég veit dagsetningar get ég pantað ferð til Íslands. Ætli að ég komi ekki einhverntíman á bilinu 14. nóv. til 27. nóv og allt þar á milli.

Engin ummæli: