miðvikudagur, 15. október 2008

"Launafólk ber ekki ábyrgð á kreppu auðvaldsins." Loksins að ég fann setninguna sem útskýrir fyrir mér það sem er að gerast á Íslandi og í heiminum öllum. Við berum ekki ábyrgð á gráðugum mikilmennskubrjálæðingum sem eru núna búnir að skíta á sig. Við tókum ekki þátt í góðæri og eigum þessvegna ekki að vera þvinguð til að taka þátt í kreppu. Hversvegna ættum við og börnin okkar og barnabörn að borga fyrir annarra milljónabrúðkaupsveislur, leðurgólflísar og einkaþotur. Þeir sem notuðu þennan gerfipening eiga að borga brúsann. Ekki við.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála,sammála og sammála. Og svei mér þá...enn meira sammála