miðvikudagur, 22. október 2008


Lúkas og skólafélagar hann birtust á heilsíðu í "Wrexham Evening Leader" sem er Mogginn okkar hér í Wrexham. Er hann ekki fínn? (Á neðri mynd, í efri röð.)

Myndirnar birtust með grein um fyrstu skóladagana í lífi barna.

Engar myndir birtast af mér þar sem ég er að læra á bíl. Fer í fyrsta ökutímann á þriðjudaginn. Og er svakalega spennt.

Bíð enn frétta frá skattinum. Er farin að halda að þeir séu að refsa mér fyrir að vera Íslendingur.

Get ekki skrifað um ástandið á Íslandi því ég verð svo brjáluð við tilhugsunina um ráðamenn sem verður ekki refsað fyrir landráðin sem hafa verið framin. Um milljónamæringana sem missa ekki húsin sín meðan þjóðin er gjaldþrota. Sem valda því að ég get ekki flutt heim og passað að Láki alist upp sem Íslendingur. Föðurlandssvikarar og landráðamenn. Hvað segir stjórnarskráin um föðurlandssvikara?

Brjáluð.

Guði sé lof fyrir hvað Láki er æðislegur. Velskur.

Engin ummæli: