sunnudagur, 26. október 2008

Ég fór á rúntinn í fyrsta sinn hér í Bretlandi í dag. Við skildum Láka eftir hjá Heather og ég tók svo smá hring á lítt förnu svæði. Þvert á það sem ég hafði haldið þá var ekkert mál að keyra, tæknilega hliðin lá alveg fyrir mér. Ég gat skipt um gír og fannst það allt ekkert mál, enda góður bíll og gott að keyra hann. En ég verð að viðurkenna að tvisvar þeyttist ég eftir götunni, vitlausu megin. Skrýtið að eftir rúm fimm ár hérna er enn eðlilegra fyrir mér að vera hægra megin. Og ég sem er svo vinstrisinnuð. Merkilegt.

Engin ummæli: