þriðjudagur, 28. október 2008

Já nú gerðist margt í einu, eins og maðurinn sagði. Ég sagði upp í vinnunni og staðfesti dagsetningu á nýju vinnunni, fór í fyrsta ökutímann, fann út að ég hef ekki tíma til að koma heim og heimtaði að mamma og pabbi kæmu hingað í staðinn til að koma með jólasteikina. Já, margt í einu heldur betur. Það er náttúrulega leiðinlegt að komast ekki heim en að sumu leiti auðveldara að fá bara mömmu og pabba hingað, ég held að það sé erfiðara fyrir mig tilfinningalega að koma heim og í svona stuttan tíma enn verra. Nú er bara að þjösnast í gegnum bílprófið.

1 ummæli:

Hanna sagði...

þú rúllar þessu upp eins og svo mörgu öðru...

FRELSI!!

Knus
Blöbbz