sunnudagur, 9. nóvember 2008
Hér var haldinn þriðji í afmæli í dag. Pakkar og kaka á fimmtudaginn, bæjarferð með pabba á laugardaginn til að eyða afmælispeningunum og svo kökupartý í dag. Lukkan yfir einum snáða. Ég bauð upp á hið sívinsæla "icelandic cheesebread" eða heitt brauð, kaffiköku og svo súkkulaðimarengsrúllu með heslihneturjóma. Mikið ægilega gott alltsaman. En verst hvað ég verð alltaf döpur að geta ekki boðið mínu fólki í svona samkvæmi. Ég meika ekki tengdamóður mína í svona boði. Hún potar í allt og reynir að stjórna öllu og byrjar að vaska upp og bera fram og röflar bara einhverja vitleysu. Urrghh. Þegar fólk kemur hingað í veislu þá á það að hafa sig aðeins til, setjast svo niður og njóta veitinga, þakka svo fyrir sig og fara heim. Ég þoli ekki þegar gestir reyna að koma sér í húsmóðurhlutverkið. Eða alla vega ekki þegar hún gerir það. Hún er einstaklega afskiptasamur einstaklingur. En Láki var sáttur og það er það sem þetta snérist um. Ætli þetta sé ekki síðasta svona kökuboðið, hann vill sjálfsagt næst fá að bjóða bekkjarfélögum og hafa partýið í Wacky Warehouse. Oj bara. Reyni að sleppa við það í lengstu lög.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til lukku með þetta allt saman. Verð þó að viðurkenna að ég er hissa á að tengdamóðir þín þori enn að seilast í uppvaskið hjá þér. Ég kom í afmæli hjá Lúkasi fyrir 2 árum og þegar þú stóðst hana að verki hvæstir leist mér ekki á blikuna. Skil ekkert í henni að þora þessu ennþá......
Nei, en það er eins og ég segji; hún er með EINDÆMUM afskiptasamur einstaklingur. Mér skilst að þetta sé einhverskona inntökuskilyrði fyrir að fá að vera tengdamóðir.
Skrifa ummæli