laugardagur, 27. desember 2008

Ég sprengdi ryksuguna mína í loft upp á aðfangadag. Hún fór algerlega, það kom reykur og allt. Sem betur fer var ég í síðasta horninu þannig að jólin voru haldin í (frekar) hreinu húsi. Og eins mikið og ég vildi óska að maður þyrfti aðeins að gera húsverkin einu sinni og svo aldrei aftur þá eru þau víst eitthvað sem maður þarf að gera aftur og aftur og aftur. Ég fór því til Wrexham í dag til að kaupa nýja ryksugu. Gerði góð kaup á útsölu í Comet, fékk þessa fínu Zanussi pokalausu vél með snilldar sófa sugu aukahaus. Og fattaði að þetta var fyrsta rykusugan mín. Allar mínar ryksugur hef ég erft, en ég hef aldrei keypt mér vél sjálf. Enn ein vísbendingin um að ég sé fullorðin. Það er ekki langt síðan mér hefði þótt fráleitt að eyða peningum í ryksugu, en ég skemmti mér konunglega við að velja í dag. Og svo var líka ægilega gaman að ryksuga þegar heim var komið, hún gersamlega sýgur allt upp. Mikið sem maður er orðinn gamall og glataður.

Engin ummæli: