mánudagur, 5. janúar 2009

Mér fannst þetta ár byrja hálfslapplega. Reyndar svo að ég hef enn ekki tekið eftir því að það hafi komið nýtt ár. Hér einhvernvegin tekst mér ekki að skapa þessi tilfinningaríku skil milli eins árs og þess næsta svona eins og ég geri á Íslandi. Ég er að vona að þessi endasleppta tilfinning verði ekki ríkjandi yfir árið þar eð ég hef stór plön í huga. Masterinn verður kláraður næsta desember, ég ætla mér stórt í vinnunni, ég er með viðbyggingu við húsið í maganum og að sjálfsögðu má ekki gleyma að ég er enn að takast á við fitupúkann. Öll þessi verkefni krefjast þess að ég sé með af fullum krafti og ekkert hálfkák.

3 ummæli:

Harpa sagði...

Já bara ef þú ert í stuði og heldur hópinn þá kemur þetta allt (þetta segir þú amk alltaf við mig...).
Síðar í vikunni þegar ég er komin í sæluna í MK!

Luv
H

Harpa sagði...

Þetta þarna í restina átti auðvitað að vera "Heyrumst síðar í vikunni" en ekki að þú ættir að vera í stuði síðar í vikunni ;-)

murta sagði...

Ég er alltaf í stuði, bæði fyrr og síðar í vikunni, nay worries!