laugardagur, 10. janúar 2009

Ég er farin að kaupa allt á netinu; föt, mat, leikföng, húsgögn, jú neim it. Ég er samt að fara að hugsa minn gang núna. Ég var rétt í þessu að senda eftir tveimur pennum og reglustiku. Ég hefði getað keypt þetta í draslarabúðinni hérna á móti mér. Kannski að ég fari að skoða málið aðeins.

2 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég var að hugsa þetta með netinnkaupin fyrir tveimur dögum. Ég tók saman lista með þeim hlutum sem ég hef keypt síðan ég flutti til Ameríku - helst eru þetta rafmagnstæki, bækur og gjafavara. Hvaða mat kaupir þú á netinu mín kæra?

murta sagði...

Allan mat. Ég geri innkaupalista, smelli honum svo í gegn á ASDA online og svo fæ ég allt draslið sent hingað heim. Ekkert mál.