þriðjudagur, 13. janúar 2009

Mikið er ég dugleg. Dugleg að gera allt annað en það sem ég á að vera gera. Ég er búin að sortera draslaskúffuna, þurrka af og ryksuga, kreista nokkrar bólur, raða í þurrefnakörfunni, lesa mér til um leisermeðferð, og auðvitað vesenast aðeins á helvítis fésbókinni. En er ég búin að lesa kaflann í námsbókinni sem situr hér á borðinu og starir á mig? Nei. Best að fara að hringja í Hörpu. Setja smá spjall á listann líka.

2 ummæli:

Hanna sagði...

hahaha, hér kemur vel á vondan - ég er nefnilega að svíkjast undan lestri. Sit með doðrant fyrir framan mig og á að vera að lesa um kynjamun sem undirbúning fyrir helv.... sálfræðiprófið sem nálgast óðfluga. Ætlaði "bare lige" (eins og heyrist oft á mínu heimili) að kíkja hvort e-ð væri nýtt í netheimum.

En skrifandi um að hringja - ég ætti nú kannski að fara að tussast til að hringja og heyra í þér, sé að þú kemur ekki á árgangamótið. Ég ákvað að nýta mér veikan gjaldmiðilinn til þess að kaupa mér ódýrt far á klakann.

Jæja - nú ætla ég að snúa mér að Freud og geldingarótta hans...

Stórt knúz til ykkar
Hanna

Harpa sagði...

Já, það eru fleiri sem hanga á netheimum og svíkjast undan bókum og öðru. En gott hjá þér Hanna að drífa þig á árgangsmótið. Við Svava gleymdum reyndar að setja fram formlega kvörtun en tuðuðum töluvert í hvor annari útaf þessari afleitu dagsetningu. Hver nennir til Íslands í lok febrúar eða mars? Nær væri að hafa þetta að vori eða um páska!
Og hananú! Við Svava verðum bara með okkar eigins...