föstudagur, 16. janúar 2009
Ég er búin að bóka mig í bílpróf næsta föstudag. Mér fannst á ökukennararum að þó ég væri útskrifuð frá henni þá ætti ég að æfa mig í nokkrar vikur áður en ég færi í prófið. Sjálf sé ég lítinn tilgang í því. Ég kemst illa í bílinn hans Dave vegna misræmis í vinnutíma og ég er nógu stressuð yfir þessu þó ekki bætist við bið í einhverjar vikur. Ég er líka við það að fara á hausinn við þetta; 16 ökutímar á £22 í hvert skipti, £30 fyrir skriflega prófið og £70 fyrir það verklega. Þetta samsvarar tæpum 90.000 íslenskum krónum á núverandi gengi. Ég bara hef margt annað að gera við peninginn minn. Þannig að ég vill ekki fá fleiri ökutíma. Fyrir utan hvað ég er orðin leið á þessu. Mér finnst alveg ógeðslega leiðinlegt í ökutímum og alveg viðbjóðslega leiðinlegt að keyra. Oj bara. En ég sé engu að síður hversu gott það væri að hafa próf. Fyrir utan að eiga sætan kellingabíl sem ég get farið í og úr vinnu eins og mig lystir, þá þýðir þetta auðvitað endalausar ferðir í IKEA og á aðra slíka staði. Himnaríki. Þannig að það er bara að hressa sig við og vera í stuði og drífa þetta af.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli