laugardagur, 31. janúar 2009


Þegar lesið er yfir þetta blogg má virðast sem svo að hér skrifi manneskja sem algerlega úr sambandi við raunveruleikann. Ég minnist ekkert á ástand mála í heiminum, eða neitt sem ekki tengist mér og mínum alveg beint. Þetta er af ásetningi gert í bland við geigvænlega sjálfhverfu. Ég get illa skrifað um Palestínu, Ísland, trúarbrögð, hunda, auðmenn, barnaníðinga, kryddpíur, siðleysi og seðlabankastjóra án þess að komast í svo mikið uppnám að ég hætti að vera skiljanleg. Ég tók því þá ákvörðun að skilja nánast allar samfélagslegar pælingar eftir við eldhúsborðið og skrifa einungis um það sem að mér snýst. Ég held að það sé fyrir bestu. Látum svo bara við það sitja.

4 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Æ ég skil þig mæta vel. Ég er alveg eins, fyrir utan að mér finnst ég oftast of illa upplýst um þessi málefni til að getað tjáð mig á prenti.

Harpa sagði...

á bloggið líka ekki að vera skemmtilegt? Bara að minna fólk á að vera í stuði og halda hópinn??

Unknown sagði...

Kristín, ég á bágt með að trúa því að þú sért illa upplýst búandi með alfræðiorðabók frettaannála heimsins. Það er svo annað mál hvar maður kýs að beina orku sinni og hvort það sé + eða - nálgun af "fréttaflutningi". Ég verð nú að segja að hjarta mitt og brosvöðvakerfi tekur mun meiri kipp af fréttum Svövu af matjurtargarðspælinum en mögulegum stjórnarviðræðum og utanríkisstefnu Obama. Ég vil benda á spakmæli Mark Twain:
"If you don't read the newspaper, you are uninformed; if you do read the newspaper, you are misinformed"

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég las blaðið í dag Finnur minn og telst því samkvæmt Mark Twain vera "misinformed". Fann einn góðan brandara í blaðinu og setti hann að sjálfsögðu á bloggið mitt en hann er svo fyndinn að ég verð að skrifa hann hérna líka:
"What is the capital of Iceland? Answer: $25".