sunnudagur, 1. febrúar 2009
Það er sunnudagsmorgun og við míni-fjölskyldan erum búin að borða morgunmatinn og erum að gera okkur klár í bátana. Í dag ætlum við til Oswestry. Tilgangur ferðalagsins er tví- eða jafnvel þríþættur. Ég ætla að taka bílpróf í Oswestry þar sem að það er ekki hægt í Wrexham og þarf að skoða aðeins aðstæður. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að upprunaleg dagsetning frestaðist, ég hafði ekki skoðað mig um þar. Við ætlum svo að fá okkur "sunday roast" á einhverjum sveitapöbbnum á leiðinni þangað. Þannig þarf ég ekki að elda í dag. Eins og mér finnst vanalega skemmtilegt að bardúsa í eldhúsinu þá eru líka dagar þar sem ég hef engan áhuga á eldamennsku og einn þessara daga er í dag. Svo hef ég aldrei komið til Oswestry og mér skilst að hér sé um að ræða eitt af þessum fallegu markaðsþorpum sem teygja sögu sína aftur til Eiðilráðs hins Óumbúna eða einhvers samskonar víkinga-kóngs. Vona að þið öll hafið það gott í dag og notið daginn til að gera bara skemmtilega hluti. Eða allavega uppbyggilega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er ótrúlega töff að heita Eiðilráður hinn óumbúni. Ég trúi því að Oswestry sé flottur staður þó ekki sé nema vegna Eiðilráðs. Vonandi leist þér þannig á vegakerfið að létt verði að fara í gegnum bílprófið!
Skrifa ummæli