mánudagur, 2. febrúar 2009Hér féll föl á gangstéttar og malbik blotnaði örlítið og í fjöldamóðursýkiskasti vegna frétta um aðeins meiri snjó fyrir sunnan var ég og allir mínir starfsmenn og vinnufélagar send heim um hálf sjö í kvöld. Og nú leggjumst við Lúkas bara á kné og biðjum um meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. Því það er ekki slæmt að vera heima á náttfötum á fullum launum. Hver slær hendinni við því?

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Við ættum að setja upp námskeið, fyrir útlendinga, hvernig á að komast af í snjó. Þetta gæti verið eitt af þessum sprotafyrirtækjum. Ísland hvítt um þessar mundir og búið að vera það um tíma. Nokkrir sentímetrar niður á fast og ekki hvarflar að neinum að vera heima!

Harpa sagði...

já, þetta er hálf fáranlegt. Við þurftum að sækja Katrínu Sigríði fyrr úr leikskólanum í gær útaf snjókomu. Hérna fór reyndar alveg uppí 20cm á nokkrum stöðum. Síðan átti ég að hringja í dag áður en ég kæmi með hana ef það yrði kannski lokað vegna snjókomu. Samt var eiginlega ekki nógu mikill snjór til að gera almennilegan snjókarl!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Eg er einmitt ad fara ad saekja stelpurnar af thvi ad thad er farid ad snjoa. Alveg magnad hvad folk tholir litla ofankomu. Mer finnst thetta satt ad segja halfger aumingjaskapur.