þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Og snjórinn (bleytan) hefur nú haft það að verkum að ég fékk ekki að fara í bílpróf í morgun. Ég fór alla leið til Oswestry í morgun en fékk þá að heyra að það væri ekki ökufært. Mér fannst þetta fyndið í gær og fínt að fá frí í vinnunni en ég verð að viðurkenna að núna er ég dálítið pirruð yfir þessum aumingjaskap. Ég var öll uppgíruð og tilbúin í þetta og svo bara, ekkert! Djöfuls bretaræflar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg magnað - það ætti að senda þessa evrópubúa til Íslands og sýna þeim aðstæður, þar sem ekki er hægt að keyra.

Hérna er það eins og í Bretaveldi. Um leið og nokkur snjókorn falla úr lofti er kominn "snestorm", öll litlu snjóruðningstækin eru komin fram úr skúrunum, gangstígir ruttir af miklum móð og nágrannakonan tilkynnti Finni í gær að hún hefði drifið sig í búðina til að versla ef það færi að snjóa mikið meira (hún hefur etv. óttast að lokast inni ;-))

Gangi þér nú vel elsku Baba þegar kemur að því að sýna listir þínar á malbikiðum vegum Wales.

Knús
Hanna

P.s. mikið mun ég sakna þín á árgangamótinu :-/