Ég er alltaf með eitthvað plan í gangi, einhverja áætlun sem heldur mér gangandi. Þessi plön mín ganga vanalega ekki eftir, eitthvað breytist þannig að nýtt plan fer í gang. En það er allt í lagi, fyrir mér er aðalmálið ekki áfangastaður heldur ferðalagið. Þau plön sem eru í gangi núna: Að eiga fyrir og vera búin að borga 8 daga á Mæjorka fyrir apríl lok. Að koma til Íslands í haust. Að klára námið á réttum tíma, þ.e. í Janúar 2010. Að léttast um 50 kíló. Að byggja við húsið. Að komast á fast track í vinnunni og vera orðin G6 officer innan 4 ára. Að velta fyrir mér að eignast annað barn.
Þessi plön eru á mismunandi tímaskala og ekki endilega sett upp í röð eftir mikilvægi. Það væri gaman að skoða eftir 5 ár og sjá hvað ég gerði og hvað ekki. En það verður einhver annar að minna mig á þetta því plönin breytast jafn hratt og ég get upphugsað þau.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli