sunnudagur, 18. janúar 2009

Ég hef hriplekt minni og ætla alltaf að skrifa hjá mér þegar Láki segir einhvern gullmolann en því miður hef ég aldrei gert það og auðvitað man ég ekkert af öllu því skemmtilega og sniðuga sem hann segir. Það er kannski kjánalegt en mér finnst oft gaman af því að hlusta á hann tala bara af því að það er sniðugt að svona lítið barn tali bresku. Sem er auðvitað kjánalegt af minni hálfu, barnið er jú breskt. Engu að síður að heyra hann segja "oh, bother! og deary me" þegar eitthvað fer úrskeiðis er alltaf fyndið. Í dag fékk hann mig svo til að hlæja alveg svakalega. Hann kallaði "búinn!" og ég fór strax til að skeina. Að því loknu leit hann á mig, klappaði mér svo á bakið og sagði; "that was a really good wipe mummy." Það er gott að fá hrós þegar maður á það skilið og enn betra að vera vel skeindur.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ha,ha,ha..ég sit hér að springa úr flissi...þori ekki að hlæja hátt...er á þannig stað. Ég á fyndinn dótturson. Ég er ekki búin að gleyma hvað er í mummy's tummy. Það er einn sá besti brandari forever.

Harpa sagði...

He he, þetta er frábært. Ég sé að Lúkas og frænka hans hérna fyrir sunnan eru bæði mjög opin þegar kemur að því að ræða um klósettferðir og annað því tengt. Enda engin ástæða til að vera með einhvern tepruskap!