mánudagur, 26. janúar 2009



Uppáhalds þátturinn minn forever and ever and ever er loksins kominn aftur á skjáinn. Ég þyki lítt menningarleg á mínu heimili en sem betur fer er Lúkas núna kominn í lið með mér og á sunnudagskvöldum erum við mæðgin límd við skjáinn. Dancing on ice er sjálfsagt hallærislegasta hugmynd að sjónvarpsþætti sem um getur en af einhverjum ástæðum er ég húkkt á honum. Hálf frægt fólk, gamlir íþróttamenn og fyrrverandi sápustjörnur er úthlutað atvinnuskautara og sýnir svo listdans á skautum. Keppnin snýst svo um að fá atkvæði frá dómnefnd í sambland við atkvæði sem áhorfendur greiða í símaatkvæðagreiðslu. Eitt par dettur úr í hverri viku þangað til að eftir stendur sigurvegari. Vanalega endurglæðist starfsframi sigurvegarans og lund landsmanna er léttari á sunnudögum. Allir vinna. Keppendur eru í ótrúlegum búningum og sum þeirra eru ótrúlega flink, sum eru svo léleg að bretinn, sem finnst það ægilega fyndið, hringir inn til að passa að sá sem er á rassinum allann tíman er haldið inni í keppninni eins lengi og mögulegt er.

Í ár er ég í hálfgerðri krísu. Strákurinn sem ég get ekki annað gert en að halda með af því að það er æðislegt að horfa á hann skauta, er sá sem lenti í öðru sæti í x-factor fyrir tveimur árum síðan og ég alveg hataði hann þá. Ég horfi ekki einu sinni á x-factor en hann fór samt í taugarnar á mér. What to do, what to do?

3 ummæli:

Harpa sagði...

já, þetta er erfið staða. Ég kann illa við að halda með "blond bimbos" og vill heldur halda með karlmanni því ég tel að þeir þurfi að hafa meira fyrir þessu. Ég, eins og þú, vil helst ekki halda með stráknum en hef samt lúmskt gaman af því þegar hann er að blikka....
Hmm, þetta er erfið staða sem við erum í!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Hvað er aftur X-Factor?

murta sagði...

eins og idol nema það eru líka hljómsveitir og eldra fólk. Og FRÍK!