laugardagur, 21. febrúar 2009Ég er alveg búin að tapa öllum trúverðugleika. Ég, er orðin gömul kona sem hlustar bara á útvarpið og veit ekkert hvað er kúl lengur. Þetta byrjaði allt með Take that. Þegar ég var unglingur þá voru Take that djöfullinn sjálfur, tilbúið drengjaband sem ekki spiluðu á hljóðfæri. Svo komu þeir saman aftur fyrir nokkru sem fullorðinr menn og ég stóð sjálfa mig að því að ekki bara syngja með "Patience" heldur dánlódaði ég því og hlusta oft á. Og fleiri lög fylgdu þar á eftir. Ég fékk svo digital útvarp í jólagjöf og ég hlusta orðið mikið á það. Og þar með tónlistina sem spiluð er í útvarpinu. Og í dag féll síðasta virkið. Ég var að stússast við að búa til mexíkósk hrísgrjón þegar Leona Lewis byrjaði að syngja Run sem fyrir nokkrum árum síðan kom út með Snow Patrol. Og ég fílaði í botn! Hér var að syngja kona sem vann x-factor (synd númer 1), er ein af milljón sætum söngkonum sem hafa núll persónuleika og eru allar eins (synd númer 2) að syngja kóver af lagi sem mér finnst æðislegt í upprunalegu útgáfunni (synd númer 3) og bætir inn í það gospelkór sem ég hata (synd númer 4) OG ÉG SYNG HÁSTÖFUM MEÐ!! Já, detta mér allar dauðar lýs úr höfði, ég er orðin gamalmenni.

Engin ummæli: