föstudagur, 20. febrúar 2009

Ég vakti í gær langt fram eftir til að horfa á þátt á Discovery um Ísland og Hawaii. Já, ég hafði séð auglýstan þátt um eldfjallaeyjur og fannst ég tilneydd til að horfa á gamlar myndir sem ég hef séð milljón sinnum frá myndun Surtseyjar af því að Ísland var í sjónvarpinu í útlöndum. Að sama skapi stoppa ég alltaf og horfi á C0-0p (kaupfélagið) auglýsingu sem sýnir sekúndubrotssvipmynd frá Jökulsárlóni. Svona er ég mikill lúði.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég er alltaf jafn stolt þegar sýndar eru auglýsingar frá Íslandi hér í Ameríkuhreppi, svo ég skil vel þína skyldurækni í þessum efnum. "Kisses" auglýsingin sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur í, andfýlumyntu auglýsingin sem tekin er við Reynisdranga og svo ég minnist ekki á allar bíla auglýsingarnar frá okkar ástkæra Íslandi sem sýndar eru hérna megin á hnettinum. Hins vegar er stöðugt gert grín að Íslandi í "Saturday Night Live" þessa dagana og ég tala nú ekki um alla slæmu umfjöllunina í New York Times. Um daginn var birt mynd á forsíðunni þar sem mótmælendur kveiktu í fyrir framan Alþingishúsið. Mér leið eins og ég væri frá þriðjaheimsríki.