föstudagur, 20. febrúar 2009
Ég er alveg uppiskroppa með hugmyndir. Það eina sem eftir stendur er að vinna lottóið, og taka tvö ár frá í að léttast með því að hafa það að atvinnu. Ráða kokk, einkaþjálfara og sálfræðing í vinnu og bara gera ekkert annað en að æfa og léttast og ræða málin. En eins og eiginmaður minn bendir mér á á hverjum laugardegi þegar ég sit gapandi hissa yfir því að hafa ekki unnið þessa vikuna þá er einn á móti fjörtíu milljón að ég vinni lottó þannig að ég verð að láta mér eitthvað annað koma til hugar. Net samfélagið ekki að virka nógu vel fyrir mig, ammrísk síða og nánast útilokað að fylgja matseðlinum og allt í únsum og bollum. Stúmm, ég er bara alveg stúmm. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Afhverju hef ég enga sjálfstjórn? Hver er lykillinn að þessu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli