miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Ég vil frekar blogga heldur en að snattast um á snjáldurskinnu. Tímaþrengd kallar á að ég verð að velja. Og ég vel bloggið anytime.

Allavega. Ég er búin að eignast nýja vinkonu. Sem ætti kannski ekki að vera merkilegt en ég verð að viðurkenna að ég geri meira af því að týna niður vinskap en að stofna til nýrra. Ég er svo ægilega heimakær og símlöt að það er bara fyrir alla hörðustu æskuvini og ættingja að nenna að púkka upp á mig. Svo vantar allt spjall í mig þannig að svona léttvæg kunningjasköp henta mér illa líka. Það er allt eða ekkert. En svo er nú komið að ég og Kelly Salisbury erum orðnar bestu vinkonur. Við erum alltaf saman í vinnunni og erum nú farnar að hittast utan vinnu. Synir okkar eru fæddir með mánaðar millibili og eru núna mestu mátar og það fyndnasta er að eiginmenn okkar vinna hjá sama fyrirtæki. Í sitthvorri deildinni en sama fyrirtæki engu að síður. Það er bara hálfskrýtið eftir 6 ára veru hérna að vera búin að eignast vinkonu. Það einhvern vegin tókst aldrei almennilega hjá mér og Söruh og Ceri og Shirley hitti ég bara til að ræða börnin. Kelly er svona voða dugleg og ég er að vona að hún dragi mig í að gera hitt og þetta sem ég vanaleg myndi ekki nenna. Eins og til dæmis að fara með henni í ræktina í vinnunni. Það væri nú sniðugt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dásamlegt - af ást og vináttu getur maður aldrei átt of mikið.

Ástar- og saknaðarkveðjur
Blöbbz

Nafnlaus sagði...

That can be done both Christopher although you really
should emphasis regarding a evaluate webpage by itself.
My blog - Tutoriales