miðvikudagur, 11. febrúar 2009


Ég keypti mér forláta vigt í dag. Það er eitt merkið um að þessi megrunartilraun komi til með að virka verr en sumar aðrar. Það er alger vitleysa að eyða í þetta peningum. Ég átti vigt en hún því miður stoppaði við 115 kíló og var þessvegna gagnslaus. Þessi nýja er svaka flott og ég má verða 180 kíló áður en hún segir stopp. Gott að vita að ég er ekki alveg á endamörkunum og svo náttúrulega fínt líka að mega þyngjast um önnur 60 kíló. Svona tveir pólar á þeim sjónarmiðum. Dave segir að þegar að ég segji svona setningar þá sé ég í raun að segja að ég sé búin að ákveða að þetta virki ekki. En það er ekki satt. Ég er að reyna einu taktíkina sem ég hef aldrei áður prófað: svartsýni, neikvæðni og almenn leiðindi. Ég ætla að vera mjög neikvæð og svartýn gagnvart þessu af því að þá kem ég sjálfri mér svo skemmtilega á óvart í janúar 2011 þegar ég verð 70 kíló. Ji, hvað ég verð hissa!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Þú verður að segja mér frá þessum klúbb á netinu. Get ég verið með (þrátt fyrir að ætla aldrei í megrun meir) svona sem móralskur stuðningur.