fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Ég tók bílpróf í annað skiptið á ævinni og því miður gekk ekki jafn vel núna og þegar ég var sautján ára. Skrýtið. Allavega ég var alveg að skíta á mig úr stressi, þetta er allt gert á mjög stressvaldandi hátt hérna og ég verð að segja að ég var minna stressuð fyrir próf í háskóla heldur en fyrir þetta. Þrátt fyrir að geta ekki beint sett fingurinn á hvað ég var að gera vitlaust þá keyrði í allan tíman fullviss að þetta væri að fara mjög illa. Þegar þessum hryllingi lauk svo sagði prófdómarinn mér að ég væri fullfær um að keyra allt hefði gengið ljómandi vel en því miður þá hafði ég ekki fylgt gangstéttarbrúninni nákvæmlega þegar ég bakkaði fyrir horn og það er beint fall. Ég fór nú bara að gráta. Þvílík smámunarsemi! Og nú þarf ég að ganga í gegnum þetta aftur og borga £56.50 fyrir! Aftur! Allavega, ég fór í vinnuna en ákvað svo að ég þyrfti að bara bíta á jaxlinn og bóka mig aftur í próf. Dreif mig heim og bókaði á netinu. Ég fer því aftur 11. mars. Ég hef þá 2 vikur til að bakka eins og mig lystir og ætti að fara róleg í prófið. Og nú hætti ég að gráta og fer aftur í vinnu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli