Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði og fara út á djammið! Já, í stað þess að sitja hér heima grátbólgin í kvöld í fýlu yfir að hafa ekki komist í bekkjarpartý þá ákvað ég að koma á djammkvöldi fyrir vinnufélaga mína. Pantaði borð á indverskum og svo er planið að fara á rölt um Wrexham eftir matinn. Ég gerði heilmikið úr þessu, sendi tölvupósta á þau fyrir hönd "nefndarinnar" öðru hvoru síðustu tvær vikur svona til að halda við spenningi og stuði, prentaði út matseðla, kort af Wrexham og upplýsingar um alla pöbbana, sendi stundaskrá og svona almennt djókaði með þetta. Það tókst og þau eru öll þvlíkt spennt fyrir því sem í raun er bara "curry and a piss up". En ég gerði þar með líka öllum ljóst að ég er útlendingurinn í hópnum. Þetta var allt svona eins og Feilsporið hefði gert þetta, en var mjög ó-breskt. Ég hafði hugsað mér að reyna að gera það ekki alveg svona augljóst, alla vega ekki alveg frá upphafi en ég kemst bara ekki hjá því að vera öðruvísi. Og svo lengi sem þeim finnst ég vera skemmtilega öðruvísi þá er það kannski bara allt í lagi.
Ég ætla að nota tækifærið og kreista úr þessu allt sem hægt er og er núna á leiðinni í bæinn að kaupa átfitt, eða alla vega nýjar sokkabuxur ef ég finn ekkert nýtt og á tíma í klippingu og handsnyrtingu. Ég er líka búin að bjóða Kelly og Claire að koma hingað áður en matur hefst í fordrykk. Þetta verður eflaust skemmtilegt kvöld. Og betra en að sitja heima í fýlu.
1 ummæli:
Lucky you! Góð hugmynd, það verður miklu skemmtilegra hjá ykkur en á þessu blessaða bekkjamóti. Það vantar soddan eðalfólk á það!
Skrifa ummæli