þriðjudagur, 3. mars 2009

Mrs. Price hringdi í mig í gær rétt áður en ég fór í vinnu til að láta mig koma að ná í Lúkas. Hann var með ægilegan niðurgang greyið, búinn að missa allt niður um sig. Sat fölur og hálfgrátandi út í horni og beið eftir mér. Ég fór því ekki í vinnu í gær sat bara með hann hérna og huggaði. Hann byrjaði svo að gubba í nótt og í morgun. Ég er með einhverja samúðarverki og er alls ekki hress sjálf. Er búin að ákveða að við verðum heima í dag. Blöörghh.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Æ kallgreyið. Finn til með honum. Vonandi batnar ykkur fljótt!

Nafnlaus sagði...

Oh það er ekkert eins erfitt og þegar litlu krílin eru veik, þau eiga svo bágt. Ég vona að hann/þið fáið fljótan bata.

Ég sé á færslunni hér að neðan að það er etv eins gott að þú hafir ekki verið heima á laugardagskvöldið þegar ég hringdi í þig (sorry Harpa og Kristín - var ekki með númerin ykkar í símanum) til að leyfa þér að njóta okkar syngjandi Börn og þjóðsönginn.

En bara til þess að hafa það á hreinu, þá er skyldumæting á næsta bekkjarmót - þetta er bara snilld!

Ástar- og saknaðarkveðjur
Blöbbz