föstudagur, 27. mars 2009


MORGUNMATUR GUÐANNA (ef guðirnir eru frá Skotlandi)
Já, og það er ekkert djók. Mér hefur alltaf þótt erfitt að borða morgunmat. Er bara allsekkert svöng þegar ég vakna. En veit að morgunmatur er undirstaða dagsins og ef maður er fylgjandi heilsusamlegum lífstíl þá er ekki undan komist. Þannig að þegar ég er í megrun þá borða ég samviskusamlega morgunmat klukkan sjö og er svo orðin viðþolslaus af hungri um tíuleytið. Um hádegi er ég svo orðin svo svöng að ég borða allt of mikið og einhverja vitleysu. Í þetta sinnið ákvað ég að láta allar reglur um hvað maður á að gera fara lönd og leið og finna upp aðferðir sem virka fyrir mig. Og hér er það. Ég fæ mér bara vatn og kannski epli eða sneið af greip áður en ég fer með Láka í skólann. Kem svo heim og fer beint í líkamsrækt. Og svo fæ ég mér morgunmat. Klukkan svona hálfellefu. Og er núna búin að finna upp morgunmat allra morgunmata. Ég kalla hann hnetugraut og ein skál heldur mér ekki bara saddri til klukkan hálftvö heldur get ég líka látið mjög léttan hádegismat duga fram að kvöldmat. 40 g. af Jumbo Oats, ómalaðir hafrar bara beint af kúnni. Eða akrinum. 300 ml vatn og svo mallað saman í 8-10 mínútur. Svo hræra út í einni teskeið af ósykruðu organísku hnetusmjöri, strá yfir hálfri teskeið af sykri, og svo 10 g. af sneiddum möndlum. Umm umm umm jömmí! 300 karólínur en þýðir að hádegismatur getur verið 200-300 karólínur, og maður það er þvílíkt þess virði. Hafrarnir svo góðir fyrir kólesteról og hjarta, hnetusmjörið uppfullt af meinhollum fitum og andoxununarefnum og möndlurnar lengja fyllinguna og veita svo góða áferð. Mér líður eins og ég hafi fundið eitthvað sem loksins virkar fyrir mig. Og ég hlusta ekki á kjaftæði um að allir eigi að borða á sama tíma, þetta er það sem líkami minn skilur og bregst við á réttan og jákvæðan hátt. Verði ykkur að góðu.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mér líst vel á þetta kerfi hjá þér dama. Þegar ég var sem grennst hér um árið þá gerði ég það sem þjálfarinn minn sagði mér: Borða eins og KÓNGUR á morgnana, DROTTNING í hádgeginu og BETLARI á kvöldin. Þessi grautir er kóngamatur af bestu gerð.