fimmtudagur, 26. mars 2009

Mikil lukka yfir mér alltaf hreint. Eða kannski ekki lukka svona per se. Verð eiginlega að eigna sjálfri mér þennan. Ég er enn að léttast og ekki bara á líkama heldur sál líka. Er á fullu í líkamsrækt og vigta og mæli og tel allt sem fer inn fyrir mínar varir. Mikið væri gaman að geta fundið upp leið til að viðhalda þessari tilfinningu að eilífu. Þessu... hungri í að gera vel. Það er alltaf svo gaman fyrst, maður sér árangur og er að stússast í að finna leiðir til að fá sem mest út úr karólínunum sínum, og finna nýjar uppskriftir og það er bara stuð í líkamsræktinni. Svo þegar á líður fer þetta að verða erfiðara, leiðinlegt og maður finnur fyrir óréttlætinu. Afhverju má ég ekki borða einn mola af súkkulaði þegar ég sé grannt fólk skófla því í sig? Og svo tekur maður frí í einn dag og vekur upp alla djöflana sem sitja í heilanum og syngja stanslaust "meira, meira, kommon einn í viðbót gerir ekki til, þú ert búin að vera svo dugleg, svona svona, einn í viðbót..." Og áður en maður veit af er liðin mánuður af stanslausu súkkulaði og öll kílóin eru komin aftur og eitt til. Nei ég þarf að gera eitthvað til að geyma þessa tilfinningu svo ég geti grafið hana aftur upp þegar ég finn leiðindin taka yfir. Kannski að breyta einhverju, geri eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég er komin í of mikla rútínu. Ef mér tekst þetta þá er ég búin að finna lausnina á fituvandamálinu og stofna meðferðarstofu fyrir samfitubollur.

1 ummæli:

Harpa sagði...

You go girl!