mánudagur, 27. apríl 2009

Mér leiddist í smástund í morgun. Og notaði tækifærið med det samme og rauk út í co-op og keypti einn Thornton´s súkkulaði karamellu íspinna, einn pakka af caramel shortbread cookies og 100 gramma stykki af hvítu súkkulaði. (Allt í allt 1700 kal.) Ég er mjög hrifin af megrunaraðferðinni 90/10, það er að velja heilbrigðari kostinn í 90% tilvika. Og það er það sem ég geri. Nema að þegar að 10% kemur þá klikkast ég. Það hefði verið fínt að kaupa ísinn. Eða kökurnar. Eða súkkulaðið. En ekki allt þrennt. Svo borðaði ég engan mat, bara þessa vitleysu. Og þegar Dave stakk upp á að gera eitthvað þá afþakkaði ég og sagðist ekki nenna að gera neitt og leið bara illa. En ég vildi láta mér líða illa svo ég hefði afsökun til að borða hrúguna mína. Og núna er miðnætti og mér líður eins og ég þurfi að gubba. Mig langar svo rosalega að geta gert það sem ég er að gera alla vikuna, borða vel og hreyfa mig og líða eins og súpermanneskju og líka að fá mér eitthvað sem mér finnst ógeðslega gott á sunnudögum og líða bara vel með það. En það virðist sem svo að ég er enn ekki tilbúin í það. Þannig að ég ætla núna að prófa að sleppa sunnudeginum í næstu viku. Finna skemmtilega gönguleið og fara út. Ég er ekki að segja að ég sé hætt að borða sætindi en ég verð að fara í smá bindindi svona þangað til að ég er meira tilbúin til að vera sterkari aðilinn í sambandinu. Og ég ætla ekki að láta þessa ónotatilfinningu sem ég er með núna láta á mig fá. Ég er sterkari en smá sykur. Miklu sterkari.

2 ummæli:

Hanna sagði...

upp með ærnar stelpa - láttu ekki helv... sykurinn buga þig. Ég er búin að komast að því á þessum árum mínum hér í DK að íslenskar konur eru sterkar..... mjög sterkar.

kraftaknús
H.

Harpa sagði...

Má bara til með að kommenta á eldhúsið hjá þér. Þvílíkur og annar eins dugnaður og flottheit! Á bara ekki til orð. Þú massar sykurinn bara eins og þetta! En ég sakna Thorntons......