þriðjudagur, 14. apríl 2009

Þrátt fyrir að hafa borðað heilmikið yfir páskana þá vorum við líka vel aktíf og vonandi kom það aðeins til móts við smá lakkrís og súkkulaði. Það hjálpaði sjálfsagt líka að páskasteikin var úldin og fór óétin í ruslið. Var smá óþekk í gær og bauð Láka og Dave á Frankie and Benny´s sem er amrískur ítalskur veitingastaður og mjög barnvænn. Ítalir myndu sjálfsagt ekki þekkja matinn sinn aftur en amríski blærinn er mjög góður ef maður er að leita eftir einhverju alveg sérlega djúsí. Og ó mæ god ég fékk mér East Coast Sundae í eftirrétt og varð að hætta þegar ég var hálfnuð vegna þess að ég gafst upp. Ég! Gafstu upp á ís og nammi! Þannig að það má ímynda sér magnið.

En í dag er bara aftur á hestinn og þeysa af stað. Mældi mig alla og er búin að minnka um 2-4 inches hér og þar um kroppinn. Sem segir kannski meira en vigtin. Onwards and downwards!

Engin ummæli: