miðvikudagur, 15. apríl 2009Nú þykir mér týra! Það er svo svakalegar þrumur og eldingar að sjónvarpið er dottið út. Eldingarnar eru svo bjartar að þær blinda nánast í sekúndubrot og húsið hristist við hverja þrumu. Og rigningin! Ég hélt að ég hefði séð allt hvað varðar rigningu í þessu landi en nei, þetta er eitthvað alveg spes. Mikið vildi ég að ég gæti sýnt ykkur þetta, mér finnst þetta alltaf jafn spennandi. Og ekki ósvipað ástandi í meltingarfærunum akkúrat núna þar sem gríðarleg neysla á trefjum og grænmeti hefur komið miklum þrumustormi í gang. En skemmtilegt.

Engin ummæli: