fimmtudagur, 16. apríl 2009

120.6 í morgun. Það eru 300g upp á við. Einn þriðji af mér er ægilega svekktur, það er bara ekki gaman að sjá töluna fara upp á við, tveir þriðju eru himinlifandi að þetta sé ekki meira. Maður fer ekki á 4 daga sykur-fyllerí án þess að þurfa að borga fyrir það einhvernvegin. En ég er öll að verða fittari, finn hvernig vöðvar sem voru búnir að gefast upp eru að vakna við aftur og ég er öll svona straumlínulagaðri. Ég er líka að reyna að leggja ekki þessa ofuráherslu á vigtina, hún segir ekki alltaf alla söguna. En ég verð líka að hafa hana svona til að halda mér við efnið.

Hér rignir enn, og við Láki erum að búa okkur undir smá fjallgöngu. Það þýðir ekkert að væla yfir veðrinu, við höfum tíma til að fara út í dag og verðum að nýta okkur tækifærið. Við förum bara í regngalla.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta kemur allt ;) Sakna þín óskaplega mikið!
mbk,
Hulda

Ceres sagði...

Hi Svana,
thanks for your comment on my wall :-) I wish I could understand what you're writing about in your blog!

It's great to know that the shoe size changes so much, and that heels are easier to wear, although for me the problem is not in the knees, it's my poor feet that hurt, swell, and sometimes go all numb!

Take care,
Ceres