laugardagur, 18. apríl 2009

Ég hef ákveðið að reyna að hafa allt skemmtilegt og ferskt hérna hjá mér. Hluti af því er að segja alltaf já þegar mér er boðið eitthvað eða ef upp á einhverju er stungið. Innan vissra siðlegra marka auðvitað. Til dæmis þegar Kelly spyr hvort ég sé til í göngutúr þá segi ég bara já og fer frekar en að segja að ég þurfi að læra. (Er ekki að læra, nenni bara ekki í göngutúr.) Eða þegar Láki spyr hvort ég komi með á róló þá segi ég já og fer frekar en að segja æji eigum við ekki bara að leika í garðinum (svo sit ég á tröppunum og horfi á hann leika sér). Í dag var 18 stiga hiti, sól og blíða og bara ekki hægt annað en að fara út að leika. Við röltum því á róló og ég ákvað að leika mér við Láka. Sko alvöru leika mér, ég gerði allt eins og hann. Þegar hann hoppaði, þá hoppaði ég, þegar hann klifraði upp á stein þá var ég upp á steininn komin líka. Þegar hann hljóp aftur á bak þá gerði ég slíkt hið sama. Og svo framvegis. Og ég var sveittari eftir hálftíma heldur en eftir BodyPump tíma. Jiminn, eini hvernig börn fara að þessu! Mikið ægilega skemmtilegt og ég á núna skilið að borða kjúklinga fajitas í kvöld. Lubely, jubely.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Amma og afi hefðu viljað vera á róló í öllum þessu hita leikandi við Lukku Láka... erum að leita að fari..