mánudagur, 6. apríl 2009

Við fórum til Kelly og Craig Salisbury á laugardaginn. Kelly vinnur með mér og Craig er í eldhúsinu í fyrirtækinu sem Dave vinnur hjá þannig að það var ákveðið að við þyrftum að kynna þá fyrir hvorum öðrum. Við fórum þangað um 5 leytið, Láki kom með og lék sér við Ben sem er jafngamall honum. Svo var pantaður kínverskur og hlegið og spjallað. Við höfðum komið okkur saman um að koma snemma og fara snemma svona út af krökkunum. En svo áður en maður vissi var komið að miðnætti, Ben og Láki enn í fullu stuði og ég og Kelly orðnar alltof fullar og Craig og Dave ekkert sérlega ánægðir með okkur. Og ég eyddi gærdeginum með hausinn ofan í klósettinu. Og er með alveg svakalegan móral í dag. Sem er alveg algjör synd af því að það var svakalega gaman, Dave fullvissar mig um að jú, hann hefði vilja fara heim tveimur tímum fyrr en að honum og Craig kom vel saman þannig að það var ekkert vandamál. Ég finn að þetta er svona kemísk depurð. Og þrátt fyrir að hafa bara gubbað og ekki borðað og þar með misst af nammidaginum þessa vikuna og hafa æft í morgun og er búin að léttast meira þá bara er ég alveg ægilega döpur. Og það þýðir ekkert að segja að ég ætli að hætta að drekka af því að það gerist hvort eð er svo sjaldan. Vesen alltaf hreint á mér.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Elsku Svava, það er nú ekki eins og þú sért full og ofan í klósettinu um hverja helgi. Bara hafa gaman.... og vera í stuði!!

Annars reyndi ég að hringja í þig í gær. Skil núna betur af hverju þú varst ekki við...