mánudagur, 4. maí 2009

Allar mínar fyrri tilraunir til að léttast hafa sprottið af þeirri löngun að verða sætari. Mig langaði til að geta verið sæt og fín í hvað átfitti sem er. Í þetta sinnið er ég einungis að reyna að verða hraustari. Ég er búin að finna inni í mér íþróttamanneskju sem ég bara vissi ekki að væri þar. Mig langar til að vera sterk og lyfta lóðum, mig langar til að vera sveigjanleg og geta stundað yoga. Mig langar til að vera fitt og geta farið í kickboxing, mig langar til að hafa úthald og geta farið út að hlaupa. En mest af öllu langar mig að vera útivistarmanneskja. Þið hváið eflaust og spyrjið hver ert þú og hvað hefurðu gert við Svövu Rán, en svona breytist maður bara við að eldast og þroskast. Hvað um það. Ég hef þess vegna verið að leita mér að takmarki, einhverju svona til að stefna að og þjálfa mig upp í að geta gert. Eitthvað sem er óhugsandi að ég geti í því líkamlega ástandi sem ég er í núna. Og fann það í gær. Ég ætla að ganga Laugarveginn. Já, næsta sumar verðu við Dave orðin nógu fitt til að koma til Íslands og fara Laugarveginn á 4 dögum. Og sumarið þar á eftir tæklum við Wales og förum um Snowdonia. Og ég var að vona að ég gæti fengið hóp saman í þetta. Hvernig líst ykkur á? Ísland-Wales 2010-2011. Gangan mikla. Djí, ég bara get ekki beðið. Og nú er bara að byrja að æfa sig.

4 ummæli:

Harpa sagði...

Líst mér vel á þig gamla! Mæli þó frekar með að fara laugarveginn með ferðafélaginu Útivist ;-). En mig hefur lengið langað að labba í Snowdonia. Ég er geim!

murta sagði...

Já, ég hafði nú hugsað mér að nota Útivist, þá fær maður pottþétt í skála og það er alltaf skemmtilegra að hafa leiðsögumann sem getur sagt manni hvar maður er. Ég var bara að vona að það vildu e-r koma með okkur í þetta. Og það er heilt ár til að safna 50.000 sem þetta kostar.

Hanna sagði...

Djö... líst mér vel á þetta og ég er mikið til í að koma með. Ég er líka svo sammála þér með það hvað það er sem manni langar að fá út úr því að missa kílóin. Ég er hætt að hugsa (neineinei jóhanna enga sjálfsblekkingu... næstum því hætt að hugsa)að ástæðan sé að vera mesta skutlan. Nú gildir það mestu fyrir mig að vera heilbrigð, með fastan, sterkan kropp sem getur fylgt með í öllu því sem mig langar að gera. Og það þýðir að fara í kollhnís, handahlaup, krakkakast, sitja tímunum saman á gólfinu, spila bolta og allt annað sem mér langar að gera.
Markmiðin eru þau sömu - tilgangurinn annar.

Ástarkossar og knús
H.

Hanna sagði...

p.s. gaman að sjá hvernig stærðfræðifærni þín fær að njóta sín í hversdagsleikanum, eins og sjá má í fyrri færslu ;-)