fimmtudagur, 28. maí 2009


Þetta bara lekur af mér! Reyndar bara 700 grömm þessa vikuna en hver er svo sem að telja? Ég er reyndar bara ánægð með árangurinn svona í ljósi þess að ég borðaði verga ársframleiðslu Cadbury verksmiðjunnar á sunnudaginn. Ég fer í megrun og hvað gera þessir djöflar? Jú, þeir finna upp og setja á markaðinn þessa súkkulaði-rúsínu-karamellu-kornflex klatta sem engin alvöru fitubolla getur staðist að prófa. Og ég ber vitni þess að þetta er á topp 10 listanum yfir besta nammi ever!



Talandi um alvöru fitubollur þá var ég að velta fyrir mér um daginn hvort að ég hætti að sulla niður á mig ef mér tekst að verða minna feit. Ég er alltaf með matseðilinn framan á mér sem er ekki bara hvimleitt og ljótt heldur hef ég líka áhyggjur af því að það sé svona einn af þeim hlutum sem lætur fólk fá þær hugmyndir um feita að við séum gráðug og skítug og löt og sveitt. Ég er alveg búin að reikna það út að það dettur alveg jafn mikið af mat af gafflinum hjá grönnum en munurinn er að hjá grönnum dettur það bara aftur niður á diskinn meðan að hjá okkur hlussunum eru brjóst og magi í vegi fyrir affallinu. Það verður allavega voða gaman að komast að því hvort þetta sé rétt hjá mér. Eða hvort að ég sé bara villimaður sem graðga matinn svo í mig að ég maka mig alla út hvort sem ég er feit eða mjó. Hver veit?

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég fékk vatn í munninn við lýsinguna á súkkulaðinu...verð að smakka. Ég kann ráð við niðursullinu. Ég geng bara í nógu flegnu þá fer það sem ég missi niður á milli brjóstanna og enginn sér það. Það er verst hvað það er óþægilegt þegar það fer hrökkbrauðsmylsna niður.

Rannveig sagði...

Þekki reynsluheim þennan. Brjóstin eru vandamálið. Mamma þín er sennilega með bestu lausnina, ég þekki reyndar þetta með hrökkbrauðið, mjög óþægilegt.