föstudagur, 29. maí 2009
Hennar hátign átti afmæli núna í maí og af því að ég vinn hjá henni þá gaf hún mér frí í dag. Er hún ekki næs? Og ekki nóg með það heldur var dagurinn í dag sá heitasti hingað til af þessu ári. Við Láki ákváðum því að fara í bæinn að spóka okkur og kaupa grilltöng. Ég fann reyndar ekki töngina en keypti þess í stað tómata. Ekki það að tómatar séu staðgengill fyrir grilltöng en þegar ég sá þá bara stóðst ég ekki mátið. Risastórir og djúsí, sneysafullir af c vítamíni og fullkomnir á svona heitum degi í halloumi tómat salat. Mmmm... tómatar, smá salt, ferskt basil og ólívu olía og svo sneiðar af grilluðum halloumi. Summer on a plate eins og eiginmaðurinn orðaði það. Það er það sem er gott við svona veður, maður er bara ekkert spenntur fyrir að borða mikið. Það sem er vont við svona veður er að hvað það er heitt. Ég á engin sumarföt, enda ekki hrifin af að sýna of mikið flesk og líður illa í ljósum litum. Alls ekki spennt fyrir svona flaksandi, blómakjólum og er með sólarofnæmi. Í ofanálag er ég á milli stærða núna, passa ekki í neitt sem ég á, en tími ekki að kaupa neitt nýtt því ég er að vona að komast niður í eina stærð fyrir neðan en er að kafna úr hita og verð að fá eitthvað sem dugar mér í sumar. Kannski að drottningin geti lánað mér einn af kjólunum sínum. Hún er alltaf svo fín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli