laugardagur, 30. maí 2009

Mikið svakalega elska ég jóga mikið akkúrat núna. Ég reyni að gera jóga á laugardagsmorgnum svona til að minna mig á hversu mikilvægt það er að viðhalda lífstílnum um helgar líka. Jóga hentar mér svona líka svakalega vel, nógu erfitt til að ég svitni og ýti sjálfri mér alveg að breaking point þannig að ég veit að ég er að fá eitthvað út úr þessu. En það lætur mér líka líða vel með sjálfa mig því mínir bestu líkamlegu eiginleikar nýtast svo vel, þ.e. sveigjaleikinn. Þrátt fyrir fitugallann sem ég er í er ég og hef alltaf verið liðug og lipur. Þannig að mér líður eins og ég sé að gera líkamsæfinguna vel og rétt. Ég skil ekki hvers vegna ég hef ekki fattað þetta fyrr. Mér finnst svakalega gaman að lyfta og nota vöðvana, fæ eitthvað testesterone kikk út úr því, og mér finnst gaman í pilates og jóga. En ég HATA og ég endurtek HATA eróbikk og hopp æfingar. Brjóstin lemjast til upp á kinnar og niður á læri, hnén myljast í sundur og ég get ekki andað. En hingað til hef ég alltaf sett sama sem merki á milli þess að stunda líkamsrækt og að líða svona illa. En það þarf ekki að vera svo! Núna geri ég bara æfingar sem mér finnast skemmtilegar og er búin að halda þetta út í 3 mánuði og virðast engin lát á, þvert á móti ég æsist bara upp. Þvílík uppljómun! Jógað finnst mér einna skemmtilegast líka af því að allar pósurnar heita eitthvað; 5 point star moon, pidgeon, downward facing dog, tree, crocodile, warrior, sunflower... þetta er svo fallegt og það er svo gaman að læra hverja pósu og vita hvað maður er að gera. Allra skemmtilegust er þó pósan sem heitir corpse, eða líkið. Þið getið ímyndað ykkur afhverju.

Engin ummæli: