mánudagur, 25. maí 2009

Í dag er frí hjá okkur öllum svona af því að það var uppstigningadagur á fimmtudaginn. Það er voða sniðugt að færa frídaginn yfir á mánudag, það er nefnilega voðalega næs að fá svona langa helgi öðru hvoru. En ekki spyrja Breta af hverju það er frí, það er löngu gleymt og öllum saman. Þeir vita bara að það er alltaf frí fyrsta mánudaginn og næst síðasta í Maí. Og er alveg sama að það eru ástæður þar að baki. Hvað um það, menningarleysi bresku þjóðarinnar er ekki það sem ég ætlaði að tala um. Nei, vegna þess að þetta er löng helgi þá er við hæfi að spóka sig aðeins og í dag varð fyrir valinu Wepre-Park í Connah´s Queys. Þetta er þjóðgarður hér í rétt rúmlega hálftíma fjarðlægð. Við erum rosalega vel staðsett með náttúrur hér í nágrenninu, svona landsvæði á hverju horni.

Við vorum svona líka heppin með veðrið, rúmlega 20 stiga hiti og glampandi sól. Þegar að svæðinu er komið getur maður valið um nokkrar gönguleiðir en við völdum að fara framhjá rauðklettum, og meðfram fossi til að komast að Ewloe Kastala .
Kastalinn er frá 11. öld og er mjög gaman að klifra upp að honum. Hann er týpiskur fyrir velskan byggingastíl á kastala, þ.e. virkismúrarnir eru mjög veikburða, hann situr á stað þar sem ekki er hægt að sjá fyrir óvini koma að, en mjög auðvelt að sjá að honum utanfrá, það er ekki hægt að beina neinum skotvopnum frá honum og það er mjög auðvelt að loka fyrir allar innflutningsleiðir svo umsátur eru stutt og auðveld fyrir óvini. Og svo er velskir hissa að enskir tóku yfir landið! Hvað um það, þarna í rústunum er ljómandi gott að setjast niður með nesti og maula eftir gönguna upp.

Á leiðinni til baka stoppuðum við við fossinn þar sem oft sést víst til nunnu sem var drekkt þar rétt hjá eftir að hún drekkti óskilgetnu barni sínu. Við sáum hana nú reyndar ekki, enda glaða sólskin og mér skilst að draugar séu ekki hrifnir af svoleiðis veðráttu. En þegar við röltum svo aftur af stað gránaði yfir og við ákváðum að hér væri gott komið og rétt náðum aftur að bílnum áður en himnarnir opnuðust. Það er margt enn órannsakað enda eigum við eftir að fara aftur þangað.
PS. Takk fyrir allar kveðjurnar, það er bara onwards and downwards núna og stuð út í eitt. +Eg finn muninn í hnénu, það er ekki jafn ónýtt núna!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Skemmtileg færsla. Lúkas hefur stækkað svo mikið síðan ég sá hann síðast!