fimmtudagur, 14. maí 2009

Og núna er í lagi með hann. Hvað krakkar eru skrýtnir!

Og enn er nýji lífstíllinn að virka; 1.1 kíló þessa vikuna. Ég er orðin stressuð núna, bíð bara eftir að ég geri eitthvað til að skemma þetta. Vona að ég fatti þegar sjálfstortímingarstímið byrjar og ég nái að stoppa mig af.

Að lokum hef ég svo verið kosin lélegasti Íslendingurinn í almennri kosningu sem fór fram hér í Plas Cerrig. Mamma sendir mér smess og biður mig um að kjósa Ísland og ég skildi ekkert hvað hún átti við. Þegar ég ætlaði að fara að sofa spyr Dave hvort ég ætli ekki að horfa á undankeppnina, hún væri í sjónvarpinu akkúrat núna. Og ég sagðist ekki nenna því. Var samt ekki viss um hvað hann var að tala. Fatta svo daginn eftir að þetta var kosning í júróvisjón! Og að 90% Íslendinga horfðu á! Og svo er lagið og stelpan bara svona ægilega falleg. Það er eins gott að ég horfi á keppnina á laugardaginn eða vegabréfið verður tekið af mér.

Engin ummæli: