fimmtudagur, 21. maí 2009


Óstöðvandi akkúrat núna, óstöðvandi. (Vá hvað þetta er ljótt orð á prenti!) 1kg farið þessa vikuna sem þýðir örfá hundruð grömm í slétt 10 kg. Ég er svo ánægð með sjálfa mig, og lífið og allt akkúrat núna. Að hugsa með sér að eftir öll þessi ár er ég loksins búin að finna svarið. Eða öllu heldur er búin að viðurkenna hvað það er sem maður þarf að gera til að léttast og líða vel með það.

Borða mat sem maður þarf að leggja smá vinnu í, hreyfa sig aðeins og kjósa hreyfingu sem maður hefur gaman af, fylgja 90/10 reglunni og spínat. Já, ég er sannfærð um að allt spínatið sem ég borða hefur hjálpað mikið til. Það er bragðgott, yfirfullt af súper náttúrulegum vítamínum, hægt að borða á milljón mismunandi vegu og fyllir mig ótrúlegri vellíðan. Súper matur spínat. Einn fimmti að verða búinn, bara rúm 41 kg eftir. Það er skárra er það ekki? Ég ætla að leyfa mér að hugsa um lokatakmarkið 74 kíló núna í 2 mínútur og svo hætta því enda tilgangslaust að hugsa um svo stóra hluti. Hugs, hugs og svo núna að þessu vikutakmarki: Rhos-fjall á sunnudaginn, telja karólínur á sunnudaginn og 8000 karólínu tap yfir 7 daga.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá vá vá stórt respekt hér frá mér. Núna túlka ég ... en hef það líka á tilfinningunni að þetta hafi verið frekar átakalaust. Og þegar ég les tíu kíló, einn fimmti þá er það bara enn þá meira respekt.
Stórt knús til ykkar!
H.