Mikið svakalega eldaði ég góðan mat í morgun. Pastalaust lasagne. Notaði kalkúnahakk til að spara fitu og kotasælu í staðinn fyrir ost og kúrbít í staðinn fyrir pasta. Alveg svakalega gott.
Dave vill ekki kalla þetta pastalaust pasta, það segir manni að það vanti eitthvað þegar ekkert vantar þetta var svo gott. Þannig að núna heitir þetta kúrbíts-baka. Steikja saxaðan lauk og hvítlauk á pönnu með 500g af kalkúna hakki. Góð bologneses sósa, salt, pipar og oregano og svo látið malla smá. Spínati hent út í lokin og svo af hitanum. Egg, 250g kotasæla, lúka af mozzarella og tsk af hveiti hrært saman. 2-3 kúrbítar skornir langsum í sneiðar. Helmingur af kjötsósunni í eldfast mót og svo lag af kúrbít. Svo ostasósan og annað lag af kjötsósu og enda á lagi af kúrbít. Baka í 30 mín, setja svo mozza ofan á og baka í 10 mín í viðbót. voila! 300 kal í skammti, 6 skammtar í uppskriftinni.
3 ummæli:
Var þetta samt lasagne?
Dave vill ekki kalla þetta pastalaust pasta, það segir manni að það vanti eitthvað þegar ekkert vantar þetta var svo gott. Þannig að núna heitir þetta kúrbíts-baka. Steikja saxaðan lauk og hvítlauk á pönnu með 500g af kalkúna hakki. Góð bologneses sósa, salt, pipar og oregano og svo látið malla smá. Spínati hent út í lokin og svo af hitanum. Egg, 250g kotasæla, lúka af mozzarella og tsk af hveiti hrært saman. 2-3 kúrbítar skornir langsum í sneiðar. Helmingur af kjötsósunni í eldfast mót og svo lag af kúrbít. Svo ostasósan og annað lag af kjötsósu og enda á lagi af kúrbít. Baka í 30 mín, setja svo mozza ofan á og baka í 10 mín í viðbót. voila! 300 kal í skammti, 6 skammtar í uppskriftinni.
Mmmmmmmm.........hljómar vel....
Skrifa ummæli