mánudagur, 1. júní 2009
Aðal ástæðan fyrir nýja lífstílnum er að verða hraustari og hæfari til að hreyfa mig. En ég verð nú líka að viðurkenna að fagurfræðin spilar þarna aðeins inn í. Sér í lagi þegar að nærfötum kemur. Bróðir minn lýsti einhvertíman brjóstahaldaranum mínum sem "tveim dragnótum splæstum saman." Ekki fjarri lagi. Ég man þegar ég og Auður bjuggum saman og ég sá í nærfataskúffuna hennar, endalaust margir haldarar, í öllum regnbogans litum, allir úr silki og blúndum og dúlleríi og allir á stærð við augnlepp. Ég á alltaf að meðaltali 3 - 4 í einu og þeir duga í 1 - 2 mánuði áður en ég er búin að brjóta spöngina, teygja úr þeim, brjóta krækjur og rífa efnið. Silki og blúndur er neðarlega á listanum, enda þegar maður er komin í HH skálar er öryggi og styrkur aðalmálið, ekki útlitið. Meira að segja þó ég sé núna orðin Bravissimo stúlka er úrvalið ekkert spes. Mikið verður gaman að geta skoðað haldara og keypt það sem er fallegt, ekki bara það sem passar. Ekki það að ég passi nokkurn tíman í augnleppa en það hlýtur að aukast úrvalið við að minnka aðeins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli