fimmtudagur, 11. júní 2009
Þetta er ekki einleikið. Skapsveiflurnar eru svo svakalegar. Í dag er ég ofsaglöð, enda líður mér eins og að ég hafi náð alvöru takmarki. Ég léttist um 1.2 kíló þessa vikuna og það þrátt fyrir að fá mömmu og pabba í heimsókn. Ég borðaði bara eins og venjuleg manneskja um helgina, jú ég fékk mér rískubba og lakkrís en Íslendingur búsettur erlendis myndi gera það, hvort sem hann væri grannur eða ekki. En það er nú ekki ástæðan fyrir gleðinni, nei ég er svona ánægð af því að vanalega myndi þessi vika fara í klessu hjá mér, ég myndi nota depurðina sem afsökun fyrir fylleríi. en ég bara hélt mínu striki. Í þetta skiptið þurfti ég ekki einu sinni að halda í við mig, mig einfaldlega langaði ekki í gúmmilaði. Það er hálft kíló af Nóa súkkulaði rúsínum inni í skáp og mér er skítsama! Og fyrir mig er þetta svona svipað og fyrir vísindamann að fá Nóbelsverðlaun. Já, ég er búin að fá Nóbelinn fyrir megrun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jesss!!!! Mín stelpa!
Skrifa ummæli