föstudagur, 19. júní 2009


Lúkas tók þátt í árlegum íþróttadegi í skólanum sínum í gær. Hann stóð sig mjög vel, lenti öðru sæti í "egg and spoon race" og þriðja í kapphlaupi. Ég var mest stolt af honum þegar hann tapaði í sekkjakasti og tók því eins og maður. Ekkert væl eða vesen, hann tapaði og það var bara allt í lagi. Hann er smá tapsár svona eins og mamma hans. Ég var líka ánægð með hvað hann var hress með þetta allt saman vegna þess að hann er ekki náttúrulegur íþróttamaður. Hefur mjög lítinn áhuga á íþróttum. Nema ef væri sjálfsvarnaríþróttir. Ég fer með hann í svoleiðs í haust. Tae Kwan do eða Karate.
Annars er föstudagur í dag og bara stuð í gangi. Ég er í miklum móð, tilbúin að takast á við helgina og er búin að plana verulega minnkun á nammidegi. Enn nammidagur en það er komin tími til að stjórna honum aðeins betur. Hlakka til þess.

Engin ummæli: