sunnudagur, 21. júní 2009


Eftir 16 vikur kom loksins að því. Erfiður dagur. Dagur þar sem mig langaði ekki til að gera neitt nema að borða. Og borða og borða og borða og borða. Og borða. Ég er búin að bíða eftir þessum degi í 3 mánuði og það var eiginlega léttir þegar það kom að þessu. Þetta er nefnilega ekki búið að vera neitt mál í allan þennan tíma og mér var farið að líða dálítið eins og ég væri ekki ég sjálf lengur. Allavega, við drifum okkur í góðan göngutúr til Nant Mill til að dreifa huganum frá áti og svo hnyklaði ég sjálfstjórnarvöðvana í allt gærkvöld. Og fyrir utan lófafylli af möndlum (200 kal.) þá hélt ég mig við planið. 1700 kal allt í allt. Ég ákvað því í morgun að verðlauna sjálfa mig fyrir sjálfstjórnina með því að taka til í fataskápnum mínum. Henti öllu teygðu og eða götóttu og blettóttu, setti 24 og 22 í kassa (til að fara með í Oxfam, ég ætla ekki að passa aftur í þetta!) og raðaði því sem eftir var í snyrtilegar raðir. Og fór svo í föt sem ég síðast notaði 2003. Hugsið ykkur ég hef farið 6 ár aftur í tíma! Ég er núna aðeins minni en þegar Feilsporið kom í heimsókn hingað þegar Láki var nokkurra mánaða. Dave getur sagt að konan hans sé nákvæmlega jafn þung núna og daginn sem hann hitti hana fyrst. Ekki amalegt það. Ég er svo stolt af sjálfri mér. Og ég myndi ekki vilja fórna þessari tilfinningu fyrir allt heimsins súkkulaði.

2 ummæli:

Rannveig sagði...

Þú ert svo mikil hetja. Frábært að taka til í skápunum og henda feitubollufötunum. Ekki að geyma eina einustu (bara til öryggis) burt með þetta allt þú ætlar aldrei að nota þetta aftur. Ég er enn að nota flíkur sem ég keypti mér síðast þegar ég passaði í stærð 18 og á nokkrar inni í skáp í 16 sem ég kemst í bráðum. Svo hittumst við bara eftir 6 - 12 mánuði og kaupum okkur allt í 14......guð hvað við verðum sætar.

Ég var reyndar að skoða myndir af þér á facebook hjá mömmu þinni. Rosalega lítur þú vel út, aldrei sætari held ég bara.

fangor sagði...

þú stendur þig eins og hetja, áfram þú!