Við héldum upp á "Father´s day" hérna í gær. Lúkas bjó til kort handa pabba sínum og við elduðum handa honum uppáhaldsmatinn hans, velskt lambakjöt og ávaxtaböku í eftirrétt. Það er alveg svakalega erfitt að finna upp á einhverju öðru en mat til að halda upp á tilefni, eða til að sýna ástúð og umhyggju. Matur táknar gleði og hamingju hér á þessu heimili. Sem betur fer erum við að læra að minnka skammtana bara aðeins. En alveg sömu stóru skammtarnir af hamingju!
Ég er að íhuga bútasaum núna. Ég var að skoða bútasaumsteppi á netinu og er núna svakalega mikið að spá hvort ég gæti búið til rúmteppi. Mig vantar reyndar ekki rúmteppi, en langar bara alveg svakalega til að hafa svona verkefni. En svo hugsa ég um hversu mörg verkefni ég hef í pottunum nú þegar og verkefnin sem ég er búin að plana fyrir næstu mánuði og sé að það er útilokað að ég geti bætt bútasaum við. Fyrir utan hvað ég myndi gera það illa. En samt, ég sé bútasaum fyrir mér sem eitt af þessum "takmarks" verkefnum. Þar sem maður setur sér takmark, vinnur að því og kemst svo í mark. Og fagnar. Jeii! Og akkúrat núna snýst allt lífið um takmark. Sjáum hvað setur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli